Hoppa yfir valmynd
28. september 2020 Matvælaráðuneytið

Tilboðsmarkaður 2. nóvember 2020 með greiðslumark í mjólk

Markaður fyrir greiðslumark mjólkur verður haldinn þann 2. nóvember næstkomandi.

Að hámarki er hægt að óska eftir 50.000 lítrum til kaups á hverjum markaði, eða alls 150.000 lítrum árlega. Þá má hlutdeild framleiðanda eða framleiðenda sem eru í eigu einstakra aðila, einstaklinga, lögaðila eða tengdra aðila ekki nema hærra hlutfalli en 1,2% af árlegu heildargreiðslumarki mjólkur.

Nýliðar  eiga forkaupsrétt á 5% af því greiðslumarki sem boðið er til sölu á hverjum markaði, svo lengi sem þeir uppfylla skilyrði reglugerðarinnar um gilt kauptilboð og að því gefnu að þeir bjóði verð sem er jafnt eða hærra en jafnvægisverð.

Einungis er heimilt að skila inn einu tilboði um kaup eða sölu fyrir hvert lögbýli og af sama aðila eða tengdum aðila. Tilboðsgjöfum er skylt að gæta að því að einungis eitt tilboð komi frá aðilum sem teljast tengdir. Óheimilt er að bjóða fram mismunandi verð í sama tilboði. Óheimilt er aðilum að gefa upp magn og verð sem tiltekið er í tilboðunum, sem opnuð eru á markaðsdegi. Sé það gert skal þeim tilboðum vikið til hliðar.

Kaupandi skal inna af hendi staðgreiðslu fyrir andvirði greiðslumarksins fyrsta virka dag næsta mánaðar eftir opnun tilboða. Heimilt er að krefjast frekari upplýsinga og gagna ef tilefni þykir til þess. Þá er heimilt að senda kröfu til innheimtu fyrir kauptilboði ef hún er ekki greidd á gjalddaga á kostnað tilboðsgjafa. Einnig er heimilt að leggja fram með kauptilboði eða fyrir upphaf markaðsdags staðgreiðslu fyrir andvirði greiðslumarksins.

Samkvæmt reglugerð nr. 1252/2019 um stuðning við nautgriparækt, með síðari breytingum, er hámarksverð greiðslumarks á markaðnum 294 kr. á lítra.

Tilboðum um kaup og sölu greiðslumarks skal skila rafrænt á afurd.is. Opnað verður fyrir tilboð þann 28. september 2020.

Tilboðsfrestur rennur út á miðnætti 10. október nk. Tilboðsmarkaðurinn fer síðan fram þann 2. nóvember nk.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin
15. Líf á landi

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum