Hoppa yfir valmynd
9. október 2020 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Drög að frumvarpi um niðurdælingu og varanlega geymslu koldíoxíðs

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi um niðurdælingu og varanlega geymslu koldíoxíðs, sem sett hefur verið til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda.  

Frumvarpinu er ætlað draga úr áhrifum loftslagsbreytinga með því að tryggja örugga föngun, flutning og niðurdælingu koldíoxíðs í jarðlög hér á landi. Um er að ræða innleiðingu tilskipunar Evrópusambandsins um kolefnisföngun og geymslu á koldíoxíði á þann veg að föngun og geymsla þess verði heimil á íslensku yfirráðasvæði. Þá tryggir frumvarpið að aðferðarfræði sem Orkuveita Reykjavíkur (OR) hefur notað við niðurdælingu koldíoxíðs,  falli að ákvæðum tilskipunarinnar, en  kemur þó ekki í veg fyrir annars konar geymslu koldíoxíðs.

Með aðferðarfræði sem OR hefur notað, Carbfix er gengið út frá því að koldíoxíð steingerist með tímanum og bindist þar með varanlega, en sé ekki geymt neðanjarðar. Losun koldíoxíðs með Carbfix aðferðinni kemur til frádráttar á losun rekstraraðila í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir, líkt og reglur kerfisins gera ráð fyrir.

Óskað er eftir að athugasemdir við frumvarpsdrögin berist eigi síðar en 25. október nk.

Drög að frumvarpi til laga um föngun, flutning og varanlega geymslu koldíoxíðs neðanjarðar

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira