Hoppa yfir valmynd
9. október 2020 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Uppfærðar reglur um kostnað vegna ferða á vegum ríkisins

Endurskoðun á reglum um greiðslu ferðakostnaðar vegna ferðalaga á vegum ríkisins er lokið og uppfærðar reglur tóku gildi 1. október sl. Þær koma í stað eldri reglna frá árinu 2009. Markmið reglnanna er að stuðla að hagkvæmni í ferðatilhögun á vegum ríkisaðila.

Endurskoðun reglnanna tók einkum mið af breytingum sem orðið hafa með stafrænni þróun. Meðal breytinga er að ekki verður lengur þörf á að skila prentuðu brottfararspjaldi, tími til að ganga frá uppgjöri ferðareikninga er styttur um 20 daga og lægri dagpeningar eru greiddir ef dvalist lengur en 14 daga í stað 30 daga áður. Við endurskoðun reglnanna var unnið út frá ábendingum Ríkisendurskoðunar og ríkisskattstjóra.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira