Hoppa yfir valmynd
13. október 2020 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Skýrsla Skógræktarinnar um landsbundna áætlun um bókhald fyrir skóga komin út

Gamall íslenskur skógur - myndPétur Halldórsson

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur skilað til Eftirlitsstofnunar EFTA, skýrslu sem Skógræktin vann um landsbundna áætlun um bókhald fyrir skóga. Skýrslan, sem unnin er af starfsmönnum loftslagsdeildar rannsóknarsviðs Skógræktarinnar, tekur meðal annars á viðmiðunargildum fyrir skóga fyrir tímabilið 2021 til 2025 og er skilað í samræmi við sameiginlegar loftslagsskuldbindingar Íslands, ESB og Noregs.

Viðmiðunargildi fyrir skóga er byggt á nettólosun frá skógum á árunum 2000-2009 og er gildið sem notað er til að meta árlega nettólosun frá skógum á skuldbindingatímabilinu. Niðurstaða áætlunarinnar er að viðmiðunargildi Íslands fyrir skóga er -30,405 kt. CO2-ígildi. Um nettóbindingu er að ræða, en í loftslagsbókhaldinu er binding alltaf táknuð með mínusgildum en losun með plúsgildum.

Aukist losun frá skógum hins vegar, eða binding verður minni á skuldbindingatímabilinu 2021-2025 þarf Ísland að telja fram þann mun sem losun í losunarbókhaldi sínu.

Sjá nánari upplýsingar í frétt Skógræktarinnar

Skýrsla Skógræktarinnar Forest Reference Level 2021-2025: Iceland (pdf-skjal)

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira