Hoppa yfir valmynd
14. október 2020 Dómsmálaráðuneytið

​26 sækja um fjögur embætti héraðsdómara

Hinn 25. september 2020 auglýsti dómsmálaráðuneytið í Lögbirtingablaði laus til umsóknar fjögur embætti héraðsdómara og rann umsóknarfrestur út þann 12. október sl. Þau embætti sem um ræðir eru:

  • Tvö embætti dómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Skipað verður í annað embættið hið fyrsta eftir að dómnefnd um hæfni umsækjenda um dómaraembætti hefur lokið störfum en í hitt frá 1. janúar 2021.
  • Embætti dómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjaness. Skipað verður í embættið hið fyrsta eftir að dómnefnd um hæfni umsækjenda um dómaraembætti hefur lokið störfum.
  • Embætti dómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra. Skipað verður í embættið hið fyrsta eftir að dómnefnd um hæfni umsækjenda um dómaraembætti hefur lokið störfum.

Samtals bárust 26 umsóknir um embætti dómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjaness, 24 umsóknir um embætti dómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjavíkur og 9 umsóknir um embætti dómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra.

Umsækjendur um öll embættin:

  • Arnbjörg Sigurðardóttir, aðstoðarmaður héraðsdómara
  • Brynjólfur Hjartarson, lögfræðingur
  • Guðmundína Ragnarsdóttir, lögmaður
  • Herdís Hallmarsdóttir, lögmaður
  • Hlynur Jónsson, lögmaður
  • Höskuldur Þór Þórhallsson, lögmaður
  • Ólafur Helgi Árnason, lögmaður
  • Sigurður Jónsson, lögmaður
  • Karl Óttar Pétursson, lögmaður

Umsækjendur um tvö embætti dómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjavíkur og eitt hjá Héraðsdómi Reykjaness:

  • Arnór Snæbjörnsson, settur skrifstofustjóri
  • Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður
  • Ásgeir Jónsson, lögmaður
  • Bergþóra Ingólfsdóttir, héraðsdómari
  • Björn. L. Bergsson, skrifstofustjóri
  • Björn Þorvaldsson, saksóknari og sviðsstjóri
  • Eva Halldórsdóttir, lögmaður
  • Hulda Árnadóttir, lögmaður
  • Jóhannes Rúnar Jóhannsson, lögmaður
  • Margrét Einarsdóttir, prófessor
  • Margrét Gunnlaugsdóttir, lögmaður
  • María Thejll, lögmaður
  • Nanna Magnadóttir, formaður og forstöðumaður
  • Valborg Steingrímsdóttir, lögfræðingur og verkefnastjóri
  • Þórhallur Haukur Þorvaldsson, lögmaður

Umsækjendur um eitt embætti dómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjaness:

  • Jón Auðunn Jónsson, lögmaður
  • Jónas Jóhannsson, héraðsdómari

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum