Hoppa yfir valmynd
14. október 2020 Dómsmálaráðuneytið

Reglugerð um skotelda á samráðsgátt

Drög að breytingum á reglugerð um meðferð skotelda hefur verið sett inn á Samráðsgátt stjórnvalda, þar sem kostur gefst á að koma með ábendingar um efni hennar. 

Hinn 14. janúar sl., skilaði starfshópur dómsmálaráðherra, heilbrigðisráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra tillögum sínum um hvernig draga megi úr neikvæðum áhrifum á lýðheilsu og loftgæði vegna mengunar af völdum flugelda.

 

Megin niðurstaða starfshópsins er að nauðsynlegt sé að takmarka sem mest þá mengun sem veldur óæskilegum heilsufarsáhrifum hjá einstaklingum. Einnig þurfi að hafa hugfast óæskileg áhrif skotelda um áramót á áhrif á atferli og líðan margra dýra. Jafnframt bendir starfshópurinn á að huga þurfi að loftmengun hér á landi í víðu samhengi og að draga þurfi úr allri mengun þar sem það er mögulegt, til bættra lífsgæða fyrir allan almenning. Nánar má lesa um reglugerðina á Samráðsgátt stjórnvalda.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira