Hoppa yfir valmynd
15. október 2020

Starf dómritara

Héraðsdómur Reykjavíkur auglýsir til umsóknar starf dómritara


Við leitum að liðsauka í dómritarahópinn. Starf dómritarans felur í sér fjölbreytt verkefni í lifandi starfsumhverfi. Dómritari tilheyrir teymi en þarf þó að sýna sjálfstæð vinnubrögð. Skipulag, stafræn hæfni og lipurð í samskiptum skipta lykilmáli í starfinu. 


Helstu verkefni og ábyrgð
Dómritarar vinna náið með dómurum, aðstoðarmönnum dómara og öðru starfsfólki dómstólsins að því að tryggja réttláta og faglega málsmeðferð. Helstu verkefni dómritara:
- Undirbúningur og aðstoð við þinghald 
- Skráning og frágangur mála
- Samskipti við málsaðila
- Almenn skrifstofustörf


Hæfnikröfur
- Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti
- Góð stafræn hæfni
- Öguð, sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Framúrskarandi samstarfshæfni 
- Sveigjanleiki og lipurð í mannlegum samskiptum

Stúdentspróf er skilyrði í starfinu og háskólapróf æskilegt. Reynsla af störfum hjá dómstólum er kostur.


Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sameyki hafa gert.
Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf eigi síðar en 1. desember 2020.

Umsókn þarf að fylgja ferilskrá með ítarlegum upplýsingum um menntun, fyrri störf, umsagnaraðila og annað sem máli skiptir. Umsækjendur þurfa að vera tilbúnir til að skila inn sakavottorði. Hafi umsækjandi verið fundinn sekur um refsiverða háttsemi getur það orðið til þess að viðkomandi telst ekki hæfur til að gegna starfi hjá dómstólnum.

Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Héraðsdóms Reykjavíkur við ráðningu í starfið.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. 


Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 02.11.2020


Nánari upplýsingar veitir
Halla Jónsdóttir - [email protected] - 4325200



Héraðsdómur Reykjavíkur


Smellið hér til að sækja um starf


 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum