Hoppa yfir valmynd
16. október 2020 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Almenn jöfnunarframlög til grunnskóla árið 2021 - leiðrétting

Flateyri - mynd Mynd: iStock

Ráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar um áætlaða heildarúthlutun almennra jöfnunarframlaga til reksturs grunnskóla á árinu 2021, sbr. 3. gr. reglugerðar nr. 351/2002, að fjárhæð samtals 9.780 m.kr. Þar af eru 60 m.kr. vegna áætlaðs uppgjörs framlaga ársins 2019.

Áætlunin hafði þegar verið birt í frétt frá 20. september sl. en síðar kom í ljós að færðar voru inn rangar tölur vegna leiðréttingar 2019, sem er hluti af áætluninni. Þetta hefur verið lagfært og er áætlunin því birt að nýju. 

Áætlunin verður tekin til endurskoðunar í febrúar 2021 á grundvelli íbúafjölda 1. janúar 2021, endanlegs álagningarstofns útsvars vegna ársins 2019 og endurskoðunar á áætluðum útsvarstekjum sveitarfélaga á árinu 2020.

Framlögin koma til greiðslu mánaðarlega og taka mið af innkomnum tekjum sjóðsins af 0,77% hlutdeild hans í staðgreiðsluskilum viðkomandi mánaðar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira