Hoppa yfir valmynd
16. október 2020 Innviðaráðuneytið

Opið samráð um evrópska tilskipun um rannsókn sjóslysa

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hafið opið samráð um endurskoðun Evróputilskipunar 2019/18 um rannsókn slysa á sjó (e. maritime accident investigation) sem stendur til 19. nóvember 2020.

Mat á eldri tilskipun hefur leitt í ljós að sum aðildarríki líta á það sem byrði að koma á fót aðila sem sinnir varanlegum rannsóknum á þessu sviði. Markmið nýrrar tilskipunar verður að styðja aðildarríki við rannsókn sjóslysa. Meðal annars verður litið til þess að skiptast á og samnýta þau úrræði sem aðildarríkin hafa yfir að ráða.

Horft verður til þess hvaða hlutverk Siglingamálastofnun Evrópu, e. European Maritime Safety Agency og aðrar stofnanir sambandsins gætu haft við að efla rannsóknir á sjóslysum. Sérstaklega verður litið til rannsókna á banaslysum á litlum fiskiskipum.

Hægt verður að koma að athugasemdum og sjónarmiðum frá 9. október til 20. nóvember 2020.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum