Hoppa yfir valmynd
16. október 2020

Sérfræðingar á álagningarsviði

Sérfræðingar á álagningarsviði


Þann 1. janúar 2020 sameinuðust embætti tollstjóra og embætti ríkisskattstjóra í eina öfluga og leiðandi upplýsinga- og þjónustustofnun á sviði skatta- og tollamála sem ber heitið Skatturinn. 

Skatturinn leitar nú að öflugum liðsauka til starfa á starfsstöð Skattsins á Laugavegi 166 og til að slást í hóp frábærra starfsmanna sem þar sinna fjölbreyttum störfum á hinum ýmsu sviðum. 


Helstu verkefni og ábyrgð
Um fjölbreytt verkefni er að ræða er tengjast m.a. upplýsingagjöf um bæði virðisaukaskatt og tekjuskatt lögaðila, ásamt öðrum sköttum og gjöldum, yfirferð skattframtala og skýrslna, afgreiðslu erinda, endurákvörðun og endurskoðunarverkefnum, auk úrvinnslu ýmissa gagna sem tengjast starfsemi Skattsins. 


Hæfnikröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi (lágmarksmenntun er bakkalár gráða).
- Þekking á reikningsskilum, málsmeðferðarreglum og almennri skattframkvæmd æskileg.
- Gott vald á íslensku í töluðu og rituðu máli er skilyrði, önnur tungumálakunnátta er kostur.
- Skipulögð, nákvæm og sjálfstæð vinnubrögð.
- Frumkvæði og metnaður.
- Lipurð og færni í mannlegum samskiptum.
- Jákvæðni og rík þjónustulund.
- Geta til að vinna undir álagi.
- Góð almenn tölvukunnátta.
- Hreint sakavottorð.


Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Umsóknir skulu fylltar út á vefsíðu Skattsins, skatturinn.is eða á vefsíðu Starfatorgs, starfatorg.is. Ferilskrá sem inniheldur ítarlegar upplýsingar m.a. um menntun, fyrri störf, umsagnaraðila og annað er máli skiptir þarf að fylgja með svo umsókn teljist fullnægjandi. Umsækjendum um störf hjá Skattinum kann að vera gert að leysa verkefni í ráðningarferlinu sem kæmu, auk annarra þátta, heildstætt inn í mat á hæfni þeirra til viðkomandi starfa. 


Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 27.10.2020


Nánari upplýsingar veitir
Elín Alma Arthursdóttir - [email protected] - 4421000



Álagningarsvið - Lögaðilar
Laugavegur 166
105 Reykjavík


Smellið hér til að sækja um starf

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum