Hoppa yfir valmynd
22. október 2020 Forsætisráðuneytið

Mikill áhugi á Barnasáttmála

Mikill áhugi er á meðal stofnana og ráðuneyta á að taka næstu skref í innleiðingu Barnasáttmálans, samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, samkvæmt nýrri könnun sem Salvör Nordal, umboðsmaður barna, kynnti fyrir Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í dag.  Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu embættisins en í henni er fjallað um könnun á þekkingu og vitund starfsmanna stofnana á sáttmálanum. Þá hyggst umboðsmaður barna bregðast við ákalli stofnana um fræðslu og leiðbeiningar sem gera þeim kleift að stíga skref í átt að innleiðingu. Í undirbúningi er því námskeið fyrir starfsfólk stofnana og ráðuneyta að norrænni fyrirmynd sem haldið verður á næsta ári. Skýrslan var afhent með rafrænum hætti í dag.

Heimsmarkmiðin

 Heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna - Heilsa og vellíðan

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira