Hoppa yfir valmynd
27. október 2020 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Landsarkitektúr upplýsingaöryggis í samráðsgátt

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur sett drög að landsarkitektúr upplýsingaöryggis opinberra aðila inn í samráðsgátt stjórnvalda og er umsagnarfrestur til 12. nóvember nk.

Að tryggja netöryggi er einn mikilvægasti þáttur stafrænnar opinberrar þjónustu. Tryggja þarf að almenningur og fyrirtæki geti átt í öruggum samskiptum við opinbera aðila og geti treyst því að upplýsingar sem stofnanir hafa yfir að ráða séu vel varðveittar og meðferð þeirra sé með ábyrgum hætti. Landsarkitektúr um upplýsingaöryggi er ætlað að leiðbeina stofnunum um hvernig þær geti eflt netöryggi og samræmt vinnubrögð og aðgerðir í netöryggismálum þvert á stofnanir. Hann er einn af átta meginköflum í tækniarkitektúr opinberra aðila.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum