Hoppa yfir valmynd
4. nóvember 2020 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Opið samráð um evrópska tilskipun um ökuskírteini

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hafið opið samráð um endurskoðun á reglum um ökuskírteini. Samráðið stendur til og með 20. janúar 2021.

Endurskoðunin snýst um að endurskoða Evróputilskipun nr. 2006/126 en í henni var fyrst kynnt staðlað form fyrir ökuskírteini fyrir öll ríki Evrópusambandsins auk samræmds gildistíma. Meta á hversu vel tilskipunin hefur staðist tímans tönn frá því hún var samþykkt árið 2006.

Helstu álitamál eru hvort öryggi á vegum hafi aukist, hvort auðveldara sé að ferðast og hvort minni líkur séu á fölsuðum ökuskírteinum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira