Hoppa yfir valmynd
5. nóvember 2020 Heilbrigðisráðuneytið

Til umsagnar: Áform um lagasetningu – réttindi sjúklinga (þvinguð meðferð o.fl.)

Áform heilbrigðisráðherra um breytingar á lögum um réttindi sjúklinga hafa verið birt til umsagnar í samráðsgátt. Markmið frumvarpsins er að tryggja fullnægjandi lagaheimildir til að taka ákvarðanir gagnvart frelsissviptum sjúklingum á heilbrigðisstofnunum og tryggja réttindi sjúklinga, m.a. með því að skýrt sé kveðið á um að þvingunum sé ekki beitt nema í algerum undantekningartilvikum, að meðalhófs verði gætt og að eftirlit verði með beitingu þeirra.

Með frumvarpinu er ekki ætlunin að auka heimildir til þvingunar né inngripa á heilbrigðisstofnunum miðað við gildandi framkvæmd, heldur einungis að tryggja fullnægjandi lagaheimildir fyrir þeim inngripum sem talið er nauðsynlegt að beita í undantekningartilvikum ásamt því að tryggja réttindi sjúklinga, s.s. með rétti til endurskoðunar ákvarðana og eftirliti með beitingu þvingana.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum