Hoppa yfir valmynd
6. nóvember 2020 Heilbrigðisráðuneytið

Um bætur til hjúkrunarheimila vegna COVID-19 kostnaðar

Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu halda því ítrekað fram að stjórnvöld hyggist ekki ætla að bæta hjúkrunarheimilum aukinn kostnað sem rekja megi til COVID-19 faraldursins, síðast í Morgunblaðinu í dag. Þetta gera þau þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnvalda um annað. Sjúkratryggingar Íslands hafa óskað eftir gögnum frá hjúkrunarheimilum þar sem sýnt er fram á hve hár þessi kostnaður er og í hverju hann er fólginn og stendur sú vinna enn yfir. Þá hefur heilbrigðisráðuneytið óskað eftir fjárveitingu á fjáraukalögum til að koma til móts við heimilin og er stefnt að slíku uppgjöri þegar rekstrarniðurstöður ársins liggja betur fyrir. Þegar fullnægjandi upplýsingar frá hjúkrunarheimilunum liggja fyrir munu Sjúkratryggingar Íslands meta gögnin og afgreiða.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum