Hoppa yfir valmynd
10. nóvember 2020 Heilbrigðisráðuneytið

Valkvæðar aðgerðir heimilaðar á ný

Valkvæðar aðgerðir heimilaðar á ný - myndStjórnarráðið

Heilbrigðisráðherra hefur staðfest fyrirmæli landlæknis um að fella úr gildi auglýsingu um frestun valkvæðra skurðaðgerða og annarra ífarandi aðgerða. Ákvörðunin tekur gildi á morgun. Auglýsing heilbrigðisráðherra þessa efnis ásamt fyrirmælum landlæknis hefur verið send til birtingar í Stjórnartíðindum.

Auglýsing ráðherra um frestun valkvæðra skurðaðgerða tók gildi 26. október síðastliðinn í kjölfar þess að Landspítali var færður á neyðarstig í kjölfar hópsmits á Landakoti. Í meðfylgjandi fyrirmælum landlæknis segir að staðan á Landspítala sé enn alvarleg en að heldur hafi hægst um. Forstjóri Landspítala og formaður farsóttanefndar spítalans telji nú óhætt að hefja valaðgerðir á ný en með vissum takmörkunum er varðar stærri aðgerðir. Landlæknir hvetur lækna til að hefja að nýju valkvæðar aðgerðir samkvæmt getu hverrar stofnunar en biðlar til sjálfstætt starfandi lækna að bíða heldur lengur með stærri aðgerðir og verður í sambandi við hlutaðeigandi vegna þess.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum