Hoppa yfir valmynd
16. nóvember 2020 Dómsmálaráðuneytið

Eftirfylgnisskýrsla GRECO og staða varðandi löggæslu

Samtök ríkja innan Evrópuráðsins gegn spillingu (GRECO) hafa sent dómsmálaráðuneytinu og forsætisráðuneytinu eftirfylgnisskýrslu um aðgerðir Íslands í fimmtu úttekt samtakanna á aðildarríkjunum. Úttekt GRECO, sem var samþykkt þann 23. mars 2018, náði annars vegar til æðstu handhafa framkvæmdarvalds og hins vegar löggæsluyfirvalda og voru gerð níu tilmæli til Íslands í hvorum hluta.

Af þeim níu tilmælum sem snúa að löggæslu hafa þrjú verið uppfyllt að hluta og sex á eftir að uppfylla. Frestur íslenskra stjórnvalda til að veita viðbótarupplýsingar um innleiðingu tillagna vegna fimmtu úttektar GRECO er 18 mánuðir eða til 30. apríl 2022.

Úttekt GRECO náði annars vegar til æðstu handhafa framkvæmdarvalds og hins vegar löggæsluyfirvalda og voru gerð níu tilmæli  til Íslands í hvorum hluta. Áfram er unnið að því bæði hjá löggæsluyfirvöldum og ráðuneytinu að veita upplýsingar og uppfylla þau tilmæli sem út af standa.

 

Hér má lesa eftirfylgnisskýrslu GRECO.

Hér má lesa tilmæli GRECO vegna löggæslu og mat ráðuneytisins á stöðu þeirra.

 

Fréttin hefur verið leiðrétt. Í fyrri útgáfu var talað um átján tilmæli, en það er heildar fjöldi tilmæla Greco til íslenskra stjórnvalda. Af þeim átján tilmælum varða níu æðstu æðstu handhafa framkvæmdarvalds. Af þeim eru fjögur uppfyllt að fullu, fjórar að hluta og ein eru óuppfyllt. Þau tilmæli sem lúta að dómsmálaráðuneytinu eru einnig níu, en sú tala fór ranglega inn í fréttina sem fjöldi tilmæla sem búið væri að uppfylla. Af þeim níu tilmælum hafa þrjú verið uppfyllt að hluta og sex á eftir að uppfylla. Stjórnvöld hafa til 30. apríl 2022 til að bregðast við tilmælunum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum