Hoppa yfir valmynd
19. nóvember 2020 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Nefnd um stofnun þjóðaróperu tekur til starfa

Ný sviðslistalög tóku gildi í júlí á þessu ári. Í þeim er kveðið á um að nefnd um stofnun þjóðaróperu taki til starfa. Markmiðið er að styðja sérstaklega við óperustarfsemi hér á landi ásamt því að kanna kosti og galla stofnunar þjóðaróperu. Nefndin hefur nú tekið til starfa.

„Nýju sviðslistalögin eru til þess fallin að efla menningarlíf okkar og stuðla að enn meiri fagmennsku í íslenskum sviðslistum. Hugmyndir um þjóðaróperu sem ræddar voru í tengslum við gerð þeirra miða meðal annars að því að styrkja umgjörð um óperuflutning og málefni þess listforms hér á landi. Ég fagna því að nefndin taki nú til starfa og hlakka til að kynna mér tillögur hennar síðar í vetur,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

Nefndina skipa:
Páll Baldvin Baldvinsson formaður, skipaður án tilnefningar,
Vilborg Soffía Karlsdóttir, tilnefnd af Íslensku óperunni,
Þóra Einarsdóttir, tilnefnd af Bandalagi íslenskra listamanna,
Hjálmar H. Ragnarsson, tilnefndur af Bandalagi íslenskra listamanna,
Arnbjörg María Daníelsen, tilnefnd af Bandalagi íslenskra listamanna,
Gísli Rúnar Pálmason, tilnefndur af mennta- og menningarmálaráðuneyti ásamt fulltrúa frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum