Hoppa yfir valmynd
27. nóvember 2020 Innviðaráðuneytið

Fjallað um Covid-19 og Norðurlönd á opnum fjarfundi samstarfsráðherra

Sigurður Ingi Jóhannsson, samstarfsráðherra Norðurlanda. - mynd

Sigurður Ingi Jóhannsson, samstarfsráðherra Norðurlanda, tók í dag þátt í pallborðsumræðum á norrænum fjarfundi um Covid-19 og Norðurlönd, sem var liður í formennsku Danmerkur, Færeyja og Grænlands í Norrænu ráðherranefndinni 2020.

Sigurður Ingi lagði áherslu á í sínu innleggi gott samstarf Norðurlandanna á tímum heimsfaraldsins og lagði áherslu á sameiginlega gildi, lýðræði, sjálfbærni og virðingu fyrir mannréttindum og mikilvægi þess að standa vörð um þau á tímum sem þessum. Þá tók hann undir þá hugmund að eftir að mótefni yrði aðgengileg að Norðurlöndin myndu draga úr þeim hindrunum sem upp hafa komið milli landanna á tímum Covid.

Á fundinum var m.a. rætt um þau áhrif sem kreppan af völdum Covid-19 hefur haft á einstök ríki og á norrænt samstarf og álag á stjórnvöld einstakra ríkja, heilbrigðiskerfi, atvinnulíf og einstaklinga. Kaj Leo Holm Johannesen, samstarfsráðherra Færeyja, opnaði fundinn þar sem fram kom að með umræðum eins og þessum gætum við lært af hinni stormasömu tilveru árið 2020, séð hvar samstarfið hefur verið til góðs og safnað reynslu sem nýta má áfram í norrænu samstarfi. 

Meðal þeirra sem fluttu erindi á þessari ráðstefnu var dr. Hans Kluge, forstjóri WHO í Evrópu, Pál Weihe, prófessor í lýðheilsufræðum í Færeyjum, og Lasse Ilkka, sérfræðingur í finnska heilbrigðisráðuneytinu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum