Hoppa yfir valmynd
1. desember 2020 Heilbrigðisráðuneytið

COVID 19: Gjaldfrjáls sýnataka á landamærum frá 1. desember

COVID 19: Gjaldfrjáls sýnataka á landamærum frá 1. desember - myndStjórnarráðið

Reglugerð heilbrigðisráðherra sem kveður á um að sýnataka á landamærum vegna COVID-19 skuli vera gjaldfrjáls tók gildi í dag og gildir til 31. janúar næstkomandi. Þetta er í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis. Markmiðið er að hvetja fólk til að fara í sýnatöku fremur en að fara í sóttkví og draga þannig úr líkum á að smit berist inn í landið.

Þeir sem fara í sýnatöku á landamærum og greinast neikvæðir fara í sóttkví og endurtekna sýnatöku 5 dögum eftir komuna til landsins. Þeim sem ekki fara í sýnatöku er aftur á móti skylt að vera 14 daga í sóttkví eftir komuna til landsins. Börn fædd árið 2005 eða síðar þurfa hvorki að fara í sýnatöku né sóttkví.

Fyrir komu til Íslands er farþegum skylt að forskrá sig. Allar nánari upplýsingar um það ásamt eyðublaði vegna forskráningar eru á vefnum covid.is

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum