Hoppa yfir valmynd
2. desember 2020 Dómsmálaráðuneytið

Verkefni flutt til sýslumannsins í Vestmannaeyjum

Dómsmálaráðuneytið hefur falið embætti sýslumannsins í Vestmannaeyjum það verkefni ráðuneytisins að gefa út yfirlýsingu vegna fyrirhugaðrar stofnunar hjúskapar erlendis. Verkefnið felst í móttöku beiðna og fylgiskjala og útgáfu yfirlýsingar, að uppfylltum skilyrðum, um að ekkert sé til fyrirstöðu samkvæmt íslenskum lögum að viðkomandi geti gengið í hjúskap erlendis. Mun sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum taka við verkefninu frá og með deginum í dag og sinna því á landsvísu.

Við yfirfærslu verkefnisins var leitast eftir því að einfalda umsóknarferlið eins og kostur er. Sótt er um yfirlýsingu sýslumanns með rafrænum hætti á vef sýslumanna og mun umsækjanda berast yfirlýsing sýslumanns með rafrænum hætti á island.is. Nánari leiðbeiningar um umsóknarferlið er að finna á vef sýslumanna, sjá Stofnun hjúskapar erlendis

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum