Hoppa yfir valmynd
7. desember 2020 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Stefna um notkun skýjalausna til umsagnar í samráðsgátt

Notkun skýjalausna er mikilvæg forsenda þess að styðja við stafræn umskipti, auka sjálfvirkni og hækka öryggisstig upplýsinga og upplýsingakerfa hins opinbera. Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur birt drög að stefnu um notkun skýjalausna í samráðsgátt stjórnvalda sem opin verða til umsagnar til 20. desember nk. Stefnan lýsir þeirri framtíðarsýn og markmiðum sem opinberir aðilar styðjast við til að þróa og nýta skýjalausnir. Gerð þessarar stefnu fór fram í samstarfi við opinbera aðila og innlenda og erlenda ráðgjafa í skýjalausnum og stafrænum umskiptum.

Hagsmunaaðilum og öðrum sem áhuga hafa gefst kostur á að veita umsagnir og verður með hliðsjón af þeim áfram unnið að því að aðlaga enn betur verkefnið um uppbyggingu skýjalausna og afurðir þess að þörfum hins opinbera. Stefnan verður kynnt og birt þegar úrvinnslu umsagna er lokið.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira