Hoppa yfir valmynd
8. desember 2020 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skýrsla um efnahagsmál Norðurlanda: Spá aukinni landsframleiðslu á næsta ári

Horfur eru á að landsframleiðsla á Norðurlöndum dragist saman á bilinu 3,1%-7,6% á árinu 2020 vegna áhrifa heimsfaraldurs kórónuveiru. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar um stöðu og horfur efnahagsmála sem unnin er árlega af fjármálaráðuneytum ríkjanna.

Í skýrslunni er því spáð að landsframleiðsla ríkjanna taki við sér þegar kemur inn á árið 2021 en mikil óvissa er í efnahagshorfum landanna. Þau hafa öll brugðist við faraldrinum með kröftugum hætti. Norrænu ríkin búa yfir öflugu velferðarkerfi og hafa sjálfvirkir sveiflujafnarar opinberra fjármála með minni skattheimtu og auknum útgjöldum vegna atvinnuleysis sannað gildi sitt í faraldrinum. Hefur áhersla verið lögð á að styðja heimili og fyrirtæki með margvíslegum aðgerðum en áherslur landanna eru mismunandi. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum