Hoppa yfir valmynd
9. desember 2020 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, Dómsmálaráðuneytið

Fjórða og fimmta græna skrefið í höfn

Haukur Guðmundsson, ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytisins, og Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, tóku á móti viðurkenningum fyrir grænu skrefin. Með þeim er Ásdís Nína Magnúsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. - mynd

Umhverfisstofnun hefur veitt dómsmálaráðuneytinu og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu viðurkenningu fyrir að hafa innleitt öll grænu skrefin fimm. Markmið verkefnisins Græn skref er að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi opinberra stofnana og efla umhverfisvitund starfsfólks. 

Ráðuneytin tvö hafa tekið virkan þátt í verkefninu og unnið náið saman þar sem þau deila húsnæði. Þau skráðu sig til leiks í nóvember 2018 og fengu fyrstu þrjú skrefin á einu bretti í ágúst 2019. Viðurkenningin fyrir fjórða og fimmta skrefið var afhent 4. desember sl. Ráðuneytin munu nú vinna að því að viðhalda þeim árangri sem náðst hefur.

Bæði ráðuneytin vinna eftir umhverfisstefnu Stjórnarráðsins og loftslagsstefnu Stjórnarráðsins.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira