Hoppa yfir valmynd
10. desember 2020 Heilbrigðisráðuneytið

Vottorð vegna fyrri sýkingar af völdum COVID-19 tekin gild á landamærum

Frá og með deginum í dag, 10. desember 2020 verður ekki bara tekið á móti vottorði um staðfesta COVID-19 sýkingu á Íslandi því einnig verða sambærileg erlend vottorð frá löndum innan EES/EFTA-svæðis tekin gild á landamærum Íslands. Tengifarþegar sem fara ekki út fyrir viðkomandi landamærastöð þurfa hvorki að fara í sóttkví eða í sýnatöku.

Vottorð má vera á pappír eða á rafrænu formi. Landamæraverðir meta hvort vottorð er gilt og kalla til fulltrúa sóttvarnalæknis (heilbrigðisstarfsmann) ef þarf og lokaákvörðun um gildi vottorðs er á ábyrgð sóttvarnalæknis. Ef farþegi framvísar vottorði sem er ógilt, þ.e. ef einhver þeirra skilyrða sem er krafist eru ekki fyrir hendi, skal viðkomandi sæta þeim sóttvarnarráðstöfunum sem öðrum komufarþegum er gert að sæta, þ.e. að fara í 14 daga sóttkví eða gangast undir tvöfalda skimun og sóttkví á milli.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum