Hoppa yfir valmynd
12. desember 2020 Forsætisráðuneytið, Utanríkisráðuneytið, Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Ný markmið kynnt á leiðtogafundi í dag

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kynnir í dag ný markmið Íslands í loftslagsmálum á sérstökum leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna en streymt verður frá fundinum sem hefst klukkan tvö. Eins og fram kom í tilkynningu frá ríkisstjórninni á fimmtudag hefur verið ákveðið að stefna að 55% samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030 í samfloti með Noregi og ESB. Þá verða aðgerðir efldar í kolefnisbindingu og landnotkun til að ná markmiði Íslands um kolefnishlutleysi 2040 og áfangamarkmiði um kolefnishlutleysi losunar á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda í kringum 2030. Ennfremur verður áhersla á loftslagstengd þróunarverkefni aukin. Fjölmargir þjóðarleiðtogar og fulltrúar alþjóðastofnanna, samtaka og viðskiptalífs ávarpa ennfremur fundinn.

Hér verður hægt að fylgjast með streymi frá fundinum

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira