Hoppa yfir valmynd
15. desember 2020 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Sólborg leiðir starfshóp um eflingu kynfræðslu í grunn- og framhaldsskólum

Starfshópur um eflingu kynfræðslu í skólum hefur nú verið skipaður af mennta- og menningarmálaráðherra. Í kjölfar umræðu í samfélaginu og ábendinga frá nemendum boðaði ráðherra til fundar á dögunum með aðilum sem hafa með virkum hætti látið sig málefnið varða. Niðurstaða hans var að starfshópur myndi koma með tillögur að aðgerðum hið fyrsta. Hópurinn mun skila áfangaskýrslu með kostnaðarmetnum og tímasettum aðgerðartillögum fyrir lok febrúar og ljúka störfum í lok maí 2021

Starfshópnum er m.a. falið að:
• gera tillögu að framkvæmd kennslu í kynfræðslu og ofbeldisforvörnum á grunn- og framhaldsskólastigi
• láta vinna stöðukönnun á framkvæmd kynfræðslu í grunn- og framhaldsskólum þar sem m.a. komi fram viðhorf skólastjórnenda, nemenda og kennara
• taka afstöðu til hvort og þá hvaða breytingar þurfi að gera á aðalnámskrám grunn- og framhaldsskóla, á inntaki kennaramenntunar, hlutverki skólahjúkrunarfræðinga, námsráðgjafa og tómstundafræðinga til að kynfræðsla á þessum skólastigum verði með fullnægjandi hætti
• gera tillögur um með hvaða hætti best sé að miðla fræðslu um kynlíf og kynheilbrigði

Konur eru í meirihluta í hópnum, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir ráðuneytisins til að jafna kynjahalla.
Áherslur hópsins munu taka mið af aðgerðum sem fjallað er um í þingsályktun um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess og þingsályktun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni.

Starfshópinn skipa:
Sólborg Guðbrandsdóttir, fyrirlesari og formaður hópsins, án tilnefningar,
Sigríður Dögg Arnardóttir kynfræðingur og rithöfundur án tilnefningar,
Sóley Sesselja Bender, prófessor og forstöðumaður fræðasviðs um kynheilbrigði í Háskóla Íslands, án tilnefningar,
Unnur Þöll Benediktsdóttir, án tilnefningar,
Sigurþór Maggi Snorrason, Samband íslenskra framhaldsskólanema,
Ingólfur Atli Ingason, Samfés - landssamtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi,
Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, Samband íslenskra sveitarfélaga,
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, Kennarasamband Íslands
Sigrún Sóley Jökulsdóttir, Menntamálastofnun,
Ása Sjöfn Lórensdóttir, Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar,
Ingibjörg Guðmundsdóttir, Embætti landlæknis,
Þóra Björt Sveinsdóttir, Stígamót,
Indíana Rós Ægisdóttir, Kynís – Kynfræðifélagi Íslands.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum