Hoppa yfir valmynd
18. desember 2020 Heilbrigðisráðuneytið

COVID 19: Vegna umræðu um dreifingu bóluefna gegn COVID-19

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir - myndMynd: Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra

Heilbrigðisráðuneytið vekur athygli á eftirfarandi tilkynningu frá sóttvarnalækni frá í gær vegna umræðu um dreifingu bóluefna gegn COVID-19:

,,Að gefnu tilefni vill sóttvarnalæknir taka fram að á þessari stundu liggja einungis fyrir áreiðanlegar upplýsingar um afhendingu fyrstu skammta bóluefnis frá Pfizer. Á upplýsingafundi í morgun mátti skilja á orðum mínum að ekki væri að vænta bóluefna frá öðrum framleiðendum fyrr en á síðari hluta næsta árs. Þetta var ofsagt. Ísland hefur þegar tryggt sér kauprétt á bóluefni fyrir um 60–70% þjóðarinnar en ekki liggur enn fyrir hvenær og hversu mikið bóluefni kemur í hverri sendingu. Áætlanir framleiðenda munu skýrast þegar fram í sækir."

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta