Hoppa yfir valmynd
22. desember 2020 Matvælaráðuneytið

Jarðræktarstyrkir, landgreiðslur og bætur vegna tjóns af völdum álfta og gæsa fyrir uppskeruárið 2020

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur greitt alls 832.077.203 kr kr. til bænda í jarðræktarstyrki, landgreiðslur og vegna tjóns af völdum álfta og gæsa á ræktunarlandi bænda. Alls bárust 1.549 umsóknir um jarðræktarstyrki og landgreiðslur þetta árið. Landgreiðslur voru veittir vegna 78.629 hektara (ha) 35.634 spildna. Til úthlutunar að þessu sinni voru 379.886.836 kr. og er greitt einingaverð landgreiðslna 4.831 kr./ha. Jarðræktarstyrkir voru veittir vegna 12.325 ha sem skiptust niður á 5.058 ræktunarspildur. Til úthlutunar voru 382.190.367 kr. og er greitt einingaverð jarðræktarstyrks er 32.096 kr./ha. Útreikningur um landstærðir og ræktun byggjast á upplýsingum úr jarðræktarskýrsluhaldi í forritinu Jörð.is. Úttektarmenn atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins sjá um úttektir í samræmi við reglugerð um almennan stuðning í landbúnaði nr. 1260/2018.

Fjöldi hektara í ræktun sem sótt var um jarðræktarstyrk fyrir skiptast á eftirfarandi hátt eftir tegundum:

           
           


Gras (ha)

4.798

Grænfóður (ha)
4.407

Korn (ha)
3.028

Olíujurtir (ha)
92

Framlög vegna landgreiðslna taka mið af heildarfjölda ha. sem sótt er um og deilast jafnt út á þá ha. sem sótt er um stuðning fyrir. Fullur jarðræktarstyrkur er veittur fyrir ræktun upp að 30 ha. en hlutfallast eftir það skv. settum reglum.

Jarðræktarstyrkir vegna útiræktaðs grænmetis

Í samræmi við breytingar á samningi um starfsskilyrði framleiðenda garðyrkjuafurða frá 14. maí 2020 eru nú greiddir sérstakir jarðræktarstyrkir til framleiðenda garðyrkjuafurða vegna útiræktaðs grænmetis. Alls bárust 47 umsóknir um jarðræktarstyrki í garðyrkju. Styrkir voru veittir vegna 516 ha. á 291 spildur. Til úthlutunar voru 70.000.000 kr. og er einingaverð jarðræktarstyrks 113.240 kr/ha. Rótargrænmeti fær einfalt einingaverð (stuðull 1) fyrir hvern ræktaðan hektara og grænmeti ræktað ofanjarðar fær fjórfalt einingaverð (stuðull 4).

Fjöldi hektara í ræktun skiptist á eftirfarandi hátt.

Rótarafurðir          Afurðir ofanjarðar

(ha)                          (ha)

473                           43

 

Bætur vegna tjóns af völdum álfta og gæsa

Á árinu 2020 var úttekið tjón vegna ágangs álfta og gæsa á 213 ha. ræktunarspildna 33 bænda. Greiddar bætur vegna þessa tjóns námu 3.094.054 kr.

Framleiðendur í landbúnaði geta nálgast upplýsingar um stuðningsgreiðslur inni á jarðabók sinni í Afurð.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

15. Líf á landi

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum