Hoppa yfir valmynd
22. desember 2020 Dómsmálaráðuneytið

Sigríður og Birna skipaðir sýslumenn

Birna Ágústsdóttir og Sigríður Kristinsdóttir - mynd

Dómsmálaráðherra hefur skipað Sigríði Kristinsdóttur í embætti sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu og Birnu Ágústsdóttur í embætti sýslumanns á Norðurlandi vestra  frá 1. janúar næstkomandi.

Sigríður Kristinsdóttir lauk lagaprófi frá Háskóla Íslands 1989 og hefur frá útskrift sinnt margvíslegum störfum hjá opinberum aðilum og á einkamarkaði. Hún varð bæjarlögmaður Hafnarfjarðar 2015 og frá 2016 hefur hún jafnframt gegnt starfi sviðstjóra stjórnsýslusviðs Hafnarfjarðarkaupstaðar og verið staðgengill bæjarstjóra.

Birna Ágústsdóttir lauk meistaragráðu í lögfræði frá Háskólanum á Akureyri 2010 og hefur frá þeim tíma starfað sem löglærður fulltrúi hjá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra og verið staðgengill sýslumanns undanfarin tvö ár. Hefur hún meðal annars komið að uppbyggingu innheimtumiðstöðvar sýslumanna á landsvísu sem er hluti af þróun embættanna í átt að stafrænni framtíð.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum