Hoppa yfir valmynd
28. desember 2020 Dómsmálaráðuneytið

Dómnefnd skilar umsögn um umsækjendur um fjögur embætti héraðsdómara

Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skila umsögn sinni um umsækjendur í fjögur embætti héraðsdómara, sem auglýst voru laus til umsóknar í Lögbirtingablaði þann 25. september 2020. Um er að ræða tvö embætti dómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjavíkur, eitt embætti dómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjaness og eitt embætti dómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra. Umsóknarfrestur var til 12. október 2020. Samtals bárust 26 umsóknir um embættin fjögur en sex umsækjendur drógu umsóknir sínar síðar til baka.

Það er niðurstaða dómnefndar að Björn L. Bergsson og Jóhannes Rúnar Jóhannsson séu hæfastir umsækjenda til að hljóta skipun í embætti tveggja héraðsdómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjavíkur og embætti eins héraðsdómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjaness og að ekki séu efni til að greina á milli hæfni þeirra tveggja. Jafnframt er það niðurstaða dómnefndar að Björn Þorvaldsson og Hulda Árnadóttir komi næst þeim tveimur og ekki séu efni til að greina á milli hæfni þeirra tveggja.

Loks er það niðurstaða dómnefndar að Arnbjörg Sigurðardóttir og Hlynur Jónsson séu hæfust umsækjenda um embætti eins héraðsdómara með fyrsta starfsvettvang hjá Norðurlandi eystra og ekki séu efni til að greina á milli hæfni þeirra tveggja.

Dómnefndina skipuðu: Eiríkur Tómasson, formaður, Heiðrún E. Jónsdóttir, Kristín Benediktsdóttir, Ragnheiður Harðardóttir og Sigríður Þorgeirsdóttir.

Umsögn dómnefndar má finna hér.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira