Hoppa yfir valmynd
30. desember 2020 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Bætt aðstaða fyrir gesti og verndaraðgerðir í þjóðgörðum og friðlýstum svæðum meðal verkefna sérstaks fjárfestingarátaks

Bætt aðstaða fyrir gesti og verndaraðgerðir í þjóðgörðum og friðlýstum svæðum meðal verkefna sérstaks fjárfestingarátaks - myndVatnajökulsþjóðgarður

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur veitt um 400 milljónum króna til verkefna til að vernda náttúru og bæta aðstöðu gesta á friðlýstum svæðum, einkum stígagerð, í tengslum við sérstakt fjárfestingaátak ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirunnar.

Meðal verkefna sem lokið hefur verið við er gerð göngustíga frá Háey í Lágey í Dyrhólaey, stígagerð um búðasvæðið á Þingvöllum og í gerð göngustíga frá bílastæði að Rauðufossum að Fjallabaki og gönguleiðarinnar Laugahrings. Framkvæmdum við göngustíginn að Rauðufossum var flýtt í sumar þar sem álag á svæðið hefur aukist mikið með auknum vinsældum. Tveggja kílómetra langur göngustígur sem lagður var frá bílastæði við fossana hefur nýst vel til stýringar ferðafólks um þetta viðkvæma svæði, jafnframt því sem þess var gætt við gerð stígsins að áhrif hans á ásýnd svæðisins væru sem minnst.

Þá var byggt nýtt bílastæði í Eystri Fellsfjöru við Jökulsárlón og lauk gerð þess nú í haust. Sambærilegt bílastæði verður reist í Vestari Fellsfjöru á vegum landsáætlunar um uppbyggingu innviða, en í byrjun árs 2020 tók gildi nýtt deiliskipulag sem rammar inn framtíðarsýn, stefnu og uppbyggingu við Jökulsárlón í Vatnajökulsþjóðgarði. Auk bílastæðanna er, samkvæmt deiliskipulaginu, einnig gert ráð fyrir salernisaðstöðu neðan við þjóðveg 1.

Með þessum framkvæmdum er haldið áfram á þeirri vegferð að vernda náttúru og byggja á skipulegan hátt upp aðstöðu fyrir gesti í þjóðgörðum og friðlýstum svæðum landsins.

  • Bílastæði við Eystri Fellsfjöru.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira