Hoppa yfir valmynd
30. desember 2020 Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Samfélag sem stendur af sér storminn

Lilja Alfreðsdóttir - mynd

Árið 2020 hefur að mestu markast af heims­far­aldr­in­um. Kór­ónu­veiran hefur leitt til dauða yfir einnar og hálfrar millj­ónar manna, hag­kerfi ver­ald­ar­innar orðið fyrir meira áfalli en eftir fjár­málakrepp­una árið 2008 og sam­fé­lags­sam­skipti verið háð gangi veirunn­ar. Nátt­úru­öflin hafa líka verið okkur Íslend­ingum erf­ið, snjó­flóð á Flat­eyri og aur­skriður á Seyð­is­firði. Þetta erf­iða ár hefur sýnt okkur hvers sam­fé­lag okkar er megn­ugt. Vís­indin færa okkur von­ar­neista um að bólu­efni muni veita okkur öryggi og vernda okkur frá veirunni. Að sama skapi hefur tæknin auð­veldað okkur að kom­ast í gegnum þennan tíma með því að færa okkur mennt­un, vinnu og félags­skap. Einnig höfum við borið gæfu til að nýta kraft hinna opin­beru fjár­mála til að koma sam­fé­lag­inu í gegnum þennan tíma. Styrk­leikar sam­fé­lags­ins hafa því stappað í okkur stál­inu, og minnt okkur á mik­il­vægi þeirra. 

Vís­ind­in: Alþjóð­leg sam­vinna býr til bólu­efni

Þekk­ing, hygg­indi, viska og vit eru ástand sem gerir okkur kleift að öðl­ast sann­leika og glepjast aldrei á hinu brigðula og óbrigðu­la, en þar sem ástandið getur hvorki verið þekk­ing, hygg­indi né viska, stendur vitið eft­ir. Vit fæst því við for­sendur eða upp­tök“. Svo rit­aði Aristóteles á sínum tíma og gerir þekk­ing­unni, hygg­ind­um, visku og viti hátt undir höfði. Enda er það svo, að það þurfti bólu­efni til að fást við upp­tökin á vand­anum sem kór­ónu­veiran færði heims­byggð­inni. Vís­indin og alþjóða­sam­vinna á þeim vett­vangi er að gera ver­öld­inni kleift að halda áfram.

Það tók fær­ustu vís­inda­menn heims á sínum tíma níu ár að þróa bólu­efni gegn misl­ing­um, eftir að veiran sem olli sjúk­dómnum var ein­angruð um miðja síð­ustu öld. Til­raunir og rann­sóknir með bólu­efni gegn löm­un­ar­veiki stóðu í 20 ár, áður en fyrsta leyfið var gefið út í Banda­ríkj­unum árið 1955. Því þykir krafta­verki lík­ast að tek­ist hafi að þróa bólu­efni gegn Covid-19 á þessum til­tölu­lega skamma tíma, rúm­lega ári eftir að fyrstu fréttir bár­ust af veiru­sjúk­dómi sem síðar varð að heims­far­aldri. Við­brögðin á mörk­uðum eftir að ljóst var að bólu­setn­ing væri að hefj­ast voru mik­il. Hluta­bréf hækk­uðu og sér­stak­lega í fyr­ir­tækjum sem verst hafa orðið úti í heims­far­aldr­inum – t.d. flug- og ferða­fé­lögum – og jákvæðir straumar kvísl­uð­ust um allt sam­fé­lag­ið, meðal ann­ars inn í hag­vaxt­ar­spá Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­ar­innar (e. OECD). Spáir stofn­unin því að hag­vöxtur á árinu 2021 verði 7%, eða 2% hærri vegna til­komu bólu­efn­is­ins, eftir sögu­legan sam­drátt á þessu ári, með til­heyr­andi atvinnu­missi.

Íslenska heil­brigð­is­kerf­ið, íslenskir vís­inda­menn og þjóðin í heild sinni hefur staðið sig með miklum sóma. Aðferða­fræðin hefur þótt til eft­ir­breytni. Í sam­vinnu við Decode Genet­ics var hægt að bjóða upp á umfangs­mestu skimun þjóða gegn veirunni. Afrakst­ur­inn nýt­ist heim­inum öll­um, þar sem ótal afbrigði veirunnar hafa fund­ist. Landamæra­skimunin hefur einnig reynst vel í því að ná tökum á veirunni. Sam­spil vís­inda og tækni á Íslandi hefur raun­gert þann árangur að dauðs­föll vegna kór­ónu­veirunnar eru færri og virkni sam­fé­lags­ins meiri en aðrar þjóðir hafa upp­lifað á þessu ári. Hag­rann­sóknir sýna ein­fald­lega að því færri sem smitin eru, því meiri efna­hags­leg virkni og því minna er þörf á opin­berum inn­grip­um. Í upp­hafi kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins héldu margir að sótt­varnir væru að drepa hag­kerf­ið, en það er röng rök­færsla – heims­far­ald­ur­inn veldur því. Sótt­varnir eiga að gera okkur fært að hafa samfélagið opið og auka frelsi okk­ar. Stærsta við­fangs­efni þjóð­ar­innar er að bólu­setn­ing gangi hratt og örugg­lega fyrir sig. Bólu­setn­ingin er for­senda efna­hags­batans!

Tækn­in: „10-ára tækni­s­tökk­breyt­ing­in“

Tækn­i­notkun hefur þró­ast mikið á tímum kór­ónu­veirunn­ar, hvort sem á við um fjar­kennslu, net­verslun eða fjar­fundi. Ljóst er að margir eru að nýta tíma sinn betur vegna tækn­innar og þróa nýjar aðferðir við störf sín. Sumir ganga svo langt að segja að á aðeins nokkrum mán­uðum hafi staf­ræn þekk­ing auk­ist meira en nokkur hafi gert sér vonir um á 10 árum og kalla það „10-ára tækni­s­tökk­breyt­ing­una“.

Eng­inn sá fyrir að tækni­fram­þróun myndi ger­ast á svona skömmum tíma, enda voru að ytri aðstæð­ur, heims­far­ald­ur, sem knúðu hana fram. Mikið af þeirri tækni­þróun sem hér er lýst var komin vel á veg á Íslandi, þ.e. staf­ræna bylt­ing­in. Ljós­leið­ara­væð­ing lands­ins hefur gengið vel og tölvu­bún­aður fyr­ir­tækja og heim­ila er með því fram­sækn­asta í ver­öld­inni. Við sjáum það glöggt í skóla­kerf­inu, hversu vel því hefur tek­ist að tryggja menntun í land­inu í gegnum heims­far­ald­ur­inn. Það er afrek og á allt okkar skóla­fólk miklar þakkir skilið fyrir að hafa farið inn í þessar aðstæður af miklu hug­rekki og lagt mikið á sig til að treysta sem bestu menntun á öllum skóla­stigum við allra óvenju­leg­ustu aðstæður í 100 ár. Takk!

Þrátt fyrir að „10-ára tækni­s­tökk­breyt­ing­in” feli í sér ýmis tæki­færi, þá munu sum svið sam­fé­lags­ins þurfa að end­ur­skipu­leggja sig og leita nýrra lausna. Við höfum séð mörg störf hverfa vegna þessa og margir eiga um sárt að binda. Lyk­il­at­riðið varð­andi þessi miklu umskipti er að hafa traust mennta­kerfi, sem getur tekið á móti þeim ein­stak­lingum sem vilja leita sér nýrra tæki­færa. Rík­is­stjórnin gerði það að leið­ar­ljósi sínu í upp­hafi far­ald­urs­ins að verja og styðja mennta­kerfið ásamt því að sækja fram í nýsköp­un, rann­sóknum og þró­un. Fjár­fest­ing á þessum sviðum hefur auk­ist um tugi pró­senta á síð­ustu árum. Ein meg­in­á­stæðan fyrir því er að rík­is­stjórnin vill ná utan um íslenskt sam­fé­lag og ýta undir frek­ari verð­mæta­sköpun sem tæknin felur í sér. Ísland verður að efla hug­verka­drif­inn útflutn­ing til að auka stöð­ug­leika í gjald­eyr­i­s­köpun þjóð­ar­bús­ins og styrkja þannig fjórðu útflutnings­stoð­ina.

Nýsköpun á tækni­svið­inu hefur aldrei verið öfl­ugri og við þurfum að tryggja að okkar sam­fé­lag geti áfram tekið þátt í þeim miklu umskiptum sem eru að eiga sér stað. Ég er sann­færð um að lausnin að þeim áskorun sem ver­öldin stendur frammi fyrir í lofts­lags- og umhverf­is­málum finnst í tækn­inni, þ.e. með fram­sækn­ari leið til að búa til hreina orku. Ísland stendur einna fremst á þessu sviði og við eigum að sækja enn meira fram í þeim efn­um, því ára­tuga reynsla og þekk­ing er til hjá okkar færasta fólki á sviði lofts­lags- og orku­mála.

Gerum það sem þarf!

Kór­ónu­veiru­kreppan er um margt lík Krepp­unni miklu. Árið 1929 reyndi hún mjög á stjórn­mála­menn og -kerfi þess tíma. Fjár­fest­ingar á þessu tíma­bili í sögu Banda­ríkj­anna höfðu dreg­ist saman um 90% og einn af hverjum fjórum var atvinnu­laus. Ýmsir telja að atvinnu­leysi hafi numið allt að 37% af vinnu­afl­inu. Í til­raun sinni til að skilja aðstæður mót­aði hag­fræð­ing­ur­inn John M. Key­nes kenn­ingu sína, að í kreppum ættu stjórn­völd að örva hag­kerfið með öllum til­tækum ráðum; ráð­ast í fram­kvæmdir og halda opin­berri þjón­ustu gang­andi, jafn­vel þótt tíma bundið væri eytt um efni fram. Skuld­setn­ing rík­is­sjóðs væri rétt­læt­an­leg til að tryggja umsvif í hag­kerf­inu, þar til það yrði sjálf­bært að nýju. Kenn­ingin var í algjörri and­stöðu við ríkj­andi skoðun á sínum tíma og olli miklum deilum innan hag­fræð­inn­ar. Deilur Key­nes og Hayeks um orsakir og leiðir út úr þeim efna­hags­þreng­ingum eru vel þekktar og verða ekki raktar hér. Hins vegar er það svo að kenn­ing Key­nes hefur elst vel og víð­ast hvar hafa stjórn­völd stuðst við hana í við­leitni sinni til að lág­marka efna­hags­á­hrif kór­ónu­veirunn­ar. 

Á Íslandi var tekin ákvörðun um að verja grunn­kerfi rík­is­ins og tryggja afkomu þeirra sem tóku á sig þyngstu byrð­arn­ar. Miklum fjár­munum hefur verið varið til heil­brigð­is­mála, fjár­fest­inga í menntun og atvinnu­leys­is­trygg­inga­kerf­is­ins. Hluta­bóta­leiðin er í mörgum til­vikum for­senda þess að ráðn­ing­ar­sam­band hefur hald­ist milli vinnu­veit­anda og starfs­manns. Ríkið hefur líka fjár­fest í innviðum og m.a. ráð­ist í auknar fram­kvæmdir á flestum sviðum og þarf að halda því áfram, þar til að meiri vissa hefur skap­ast og atvinnu­lífið fjár­festir að nýju. 

Aðgerð­irnar lita að sjálf­sögðu afkomu rík­is­sjóðs og nemur umfang þeirra um 10% af lands­fram­leiðslu. Það bendir til ákveðn­ari inn­gripa á Íslandi en víða ann­ars stað­ar. Þróuð ríki hafa að með­al­tali ráð­ist í beinar aðgerðir sem jafn­gilda rúmum 8% af lands­fram­leiðslu. Aðgerðir stjórn­valda miða að því að halda sam­fé­lag­inu eins virku og frekast er unnt miðað við stöðu heims­far­ald­urs­ins. Stjórn­völd hafa í raun reist efna­hags­lega loft­brú þar til að þjóðin verður bólu­sett. 

Fram­tíð­in: Jöfn tæki­færi til vaxtar

Fram­tíðin hefur alltaf mót­ast af mörgum þáttum og sér­stak­lega miklum tækni­fram­för­um. Fram­tíðin mót­ast líka af nýlið­inni for­tíð, sem hefur sann­ar­lega verið sögu­leg. Heims­far­aldur hefur tekið sam­fé­lög heims­ins í gísl­ingu, lamað efna­hags­kerfi og skapað bæði félags- og fjár­hags­legar áskor­an­ir. Reyndar má halda því fram, að kór­ónu­veiru­kreppan hafi frekar ýkt fyr­ir­liggj­andi við­kvæma stöðu sumra en ekki endi­lega skapað hana frá grunni. Hún hefur því miður ýkt ójafn­ræðið í heim­in­um, aukið mun­inn milli fátækra og ríkra þjóða og ein­stak­linga. Þess vegna er afar mik­il­vægt að tryggja jöfn tæki­færi og að allir geti unnið sig úr þess­ari stöðu. Það gerum við með því að halda utan um öfl­uga og far­sæla sam­fé­lags­gerð, veita aukin tæki­færi til mennt­unar og auka fjár­fest­ingar sem skapa verð­mæti.

„Nám er tæki­færi“ er ein aðgerðin sem stjórn­völd hafa efnt til í mennta­kerf­inu, þar sem atvinnu­leit­endum er gert kleift að hefja nám og fá fullar atvinnu­leys­is­bætur í eina önn og eftir fyrstu önn­ina tekur Mennta­sjóður náms­manna við. Sér­stak­lega er sjónum beint að starfs-, tækni og iðn­námi. Fram­halds- og háskóla­stigið hefur tekið á móti þús­undum nýjum nem­enda. Kerf­is­breyt­ingin með nýjum Mennta­sjóði sem átti sér stað á árinu marka algjör tíma­mót í stöðu náms­manna og gjör­breytir fram­tíð þeirra sem fara í nám. Næsta skref í mál­efnum Mennta­sjóðs­ins er að hækka fram­færslu náms­manna.

Það eru for­rétt­indi fyrir þjóð að vera í þeirri stöðu að geta náð utan um þá for­dæma­lausu stöðu sem upp er komin í kjöl­far kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. Fjár­lög fyrir árið 2021 ein­kenn­ast af mik­illi fram­sýni. Fjár­fram­lög til háskóla- og rann­sókna­starf­semi aukast um 14%, einnig hafa fram­lög til fram­halds­skóla auk­ist um 9% á milli ára. Þetta er rétt for­gangs­röðun sem styrkir grunn­stoðir sam­fé­lags­ins. 

Sam­fé­lagið stendur af sér storm­inn

Ég tel það vera skyldu stjórn­valda að styðja við þá sem hafa misst vinn­una, bæta tíma­bundið tekju­tap og koma atvinnu­líf­inu til aðstoð­ar. Aðgerðir stjórn­valda hafa svo sann­ar­lega tekið mið af því. Eins og síð­asta ár hefur sýnt okkur búum við í fram­sýnu og hug­rökku sam­fé­lagi, og við stöndum saman þegar á reyn­ir.

Árið hefur einnig sannað það sem við þegar vit­u­m; ­tækni­fram­farir og vís­inda­upp­götv­anir eru stærsta hreyfi­afl sam­fé­laga. Sagan hefur sýnt okkur að end­ur­bætt gufu­vél hins skoska James Watt lagði grunn­inn að vél­væð­ingu iðn­bylt­ing­ar­inn­ar, upp­götvun raf­magns­ins breytti meiru en orð fá lýst, upp­götvun bakt­ería og löngu síðar sýkla­lyfja umbylti lík­ast til meiru í mann­kyns­sög­unni en allar hefð­bundnar bylt­ingar sam­an­lag­t! 

Til þess að tækni og vís­indin nái að leysa krafta sína úr læð­ingi, þarf sam­starf hins opin­bera og atvinnu­lífs­ins. Það skilar far­sælum árangri til fram­tíð­ar.

Það er ein­læg sann­fær­ing mín, að íslenskt sam­fé­lag taki vel við sér um leið og þau skil­yrði skap­ast. Við munum halda áfram að sækja fram, og standa af okkur storm­inn. Þannig sam­fé­lagi viljum við búa í.

Gleði­lega hátíð!

-

Greinin birtist fyrst á Kjarnanum 30. desember 2020

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira