Hoppa yfir valmynd
6. janúar 2021 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Tillaga Umhverfisstofnunar að fyrstu vatnaáætlun Íslands í kynningarferli

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið vekur athygli á opnu kynningarferli á tillögu Umhverfisstofnunar að fyrstu vatnaáætlun fyrir Ísland 2022-2027 sem felur í sér stefnumörkun um vatnsvernd.

Í aðgerðaáætlun vatnaáætlunar eru settar fram aðgerðir til að tryggja gott ástand vatns og vöktunaráætlun sem er ætlað að samræma vöktun á vatni um allt land. Lögum um stjórn vatnamála  er ætlað að stuðla að sjálfbærri nýtingu vatns og langtímavernd vatnsauðlindarinnar og er kveðið á um vatnaáætlum og aðgerðaáætlun í lögunum.  

Frestur til að senda ábendingar og athugasemdir til Umhverfisstofnunar er til og með 15. júní 2021.  

Frekari upplýsingar um vatnaáætlun veitir Umhverfisstofnun á vefsíðunni vatn.is.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum