Hoppa yfir valmynd
12. janúar 2021 Heilbrigðisráðuneytið

COVID 19: Börn sæti sóttkví við komu til landsins frá 13. janúar

COVID 19: Börn sæti sóttkví við komu til landsins frá 13. janúar - myndStjórnarráðið

Frá og með morgundeginum 13. janúar verður börnum fæddum 2005 eða síðar skylt að sæta sóttkví með foreldri eða forráðamanni við komu til landsins, samkvæmt reglugerð nr. 1199/2020 um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna COVID-19. Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þessa efnis. Ákvörðunin er í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis. Reglugerðin hefur verið send Stjórnartíðindum til birtingar, öðlast gildi 13. janúar og gildir til og með 31. janúar næstkomandi.

Í minnisblaði sóttvarnalæknis kemur fram að á síðustu vikum hafi COVID-19 faraldurinn verið í mikilli uppsveiflu í nálægum löndum en á sama tíma verið í lágmarki hér innanlands. Þar segir að faraldurinn erlendis megi víða rekja að miklu leyti til nýs stofns veirunnar sem greindist fyrst í Bretlandi. Komið hefur í ljós að þessi stofn virðist smitast auðveldar milli manna en aðrir stofnar og vísbendingar eru um að hann valdi einnig meiri smitum hjá börnum. Tillaga sóttvarnalæknis um að börn sæti sóttkví byggist á þessu og hefur að markmiði að sporna við útbreiðslu veirunnar hér á landi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum