Hoppa yfir valmynd
12. janúar 2021 Forsætisráðuneytið

Samtökin ´78 styrkt um 20 milljónir króna

Katrín Jakobsdóttir og Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna '78 - mynd

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ´78, undirrituðu í dag samning um 20 milljóna króna fjárframlag til Samtakanna ´78. Framlagið felur í sér einsskiptis styrk og er megintilgangur þess að styðja almennt við rekstur og skjóta frekari stoðum undir starfsemi Samtakanna ´78.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra:

„Samtökin ´78 sinna gríðarlega mikilvægu hlutverki í okkar samfélagi. Forsætisráðuneytið hefur átt í góðu samstarfi við samtökin og það er mín von að með þessum samningi sem við undirrituðum hér í dag megi starfsemin halda áfram að eflast og dafna.“

Á undanförnum árum hefur forsætisráðuneytið gert þjónustusamning við Samtökin ´78 um tiltekna þjónustu varðandi fræðslu og ráðgjöf er varðar málefni hinsegin fólks og gerir samningurinn í dag Samtökunum ´78 kleift að efla starf sitt enn frekar. Þá eru samtökin einnig með árlegt framlag uppá 15 milljónir króna.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum