Hoppa yfir valmynd
15. janúar 2021 Forsætisráðuneytið

Fréttaannáll forsætisráðuneytisins 2020

Viðureignin við heimsfaraldur kórónuveiru var stærsta verkefni forsætisráðuneytisins á liðnu ári. Samhæfingarhlutverk ráðuneytisins í margþættu viðbragði stjórnvalda við faraldrinum varð viðameira en nokkur gat séð fyrir. Ákvarðanir og aðgerðir vegna faraldursins gætu vel fyllt sérstakan annáll.

Samhliða þessu stóra verkefni fóru fram hundruð viðtala forsætisráðherra við fjölmiðla heima og erlendis en allir stærstu miðlar heims hafa fjallað um viðureign Íslands við veiruna því árangur Íslands hefur vakið athygli víða. Viðamikil samskipti forsætisráðherra við þjóðarleiðtoga og ríkisstjórnir annarra ríkja og ríkjasambanda hafa að stærstum hluta verið rafræn og ljóst að slík fundarhöld munu í framhaldinu verða algengari.

Alþingi samþykkti frumvörp forsætisráðherra um vernd uppljóstrara sem eru fyrstu heildarlögin á því sviði, einnig heildarlög um varnir gegn hagsmunaárekstrum,  ný jafnréttislög voru samþykkt og réttindi trans og intersex fólks og barna sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni fóru líka í gegnum þingið. En hér eru stærstu fréttirnar frá forsætisráðuneytinu í fyrra.

Fréttaannáll forsætisráðuneytisins 2020

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira