Hoppa yfir valmynd
15. janúar 2021 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Ný reglugerð um mengaðan jarðveg

Reglugerð um mengaðan jarðveg tók gildi í byrjun þessa árs. Reglugerðin felur í sér þau nýmæli að þar er í fyrsta sinn kveðið á um viðmiðunarmörk fyrir þungmálma, lífræn efnasambönd og sjúkdómsvalda í jarðvegi.

Meginmarkmið reglugerðarinnar er að uppræta jarðvegsmengun eða draga úr slíkri mengun sem og að forðast eða koma í veg fyrir skaðleg áhrif hennar. Fjallað er í reglugerðinni um viðbrögð og ráðstafanir vegna jarðvegsmengunar sem verður vegna atvinnustarfsemi, eða yfirvofandi hættu á jarðvegsmengun og kveðið á um meðhöndlun á menguðum jarðvegi.

Samkvæmt reglugerðinni ber Umhverfisstofnun að gefa út leiðbeiningar um frummat, áhættugreiningu og aðferðir við sýnatöku og meðhöndlun mengaðs jarðvegs. Stofnuninni ber jafnframt að halda skrá yfir svæði þar sem er mengaður jarðvegur eða grunur um mengun. Gert er ráð fyrir að skráin verði tilbúin fyrir lok árs 2022.

Reglugerð um mengaðan jarðveg 1400/2020 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira