Hoppa yfir valmynd
21. janúar 2021 Dómsmálaráðuneytið, Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Norður- og Eystrasaltslöndin fá Alþjóðagjaldeyrissjóðinn til að greina hættu á peningaþvætti

Norður- og Eystrasaltslöndin hafa að eigin frumkvæði farið fram á það við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn að hann greini helstu ógnir og veikleika varðandi peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka á svæðinu með hliðsjón af hversu samofin fjármálakerfi landanna eru og sérstakle ga hve mikið er um að bankar starfi og hafi tengsl yfir landamæri á svæði Norður- og Eystrasaltslandanna.Með því að fá sjónarmið sjóðsins, sem hefur orðspor sem traustur og sjálfstæður ráðgjafi um peningaþvætti og baráttuna gegn fjármögnun hryðjuverka, gefst tækifæri til að greina áhættu á svæðinu í heild, greina hvaða árangur hefur náðst í að milda áhættu og gefa ráðleggingar um framhaldið.

Sjóðurinn mun hefja úttekt sína í janúar 2021 og er búist við að hann greini frá niðurstöðum sínum um mitt ár 2022. Þau átta lönd sem greiningin mun ná til eru: Danmörk, Eistland, Finnland, Ísland, Lettland, Litháen, Noregur og Svíþjóð.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira