Hoppa yfir valmynd
21. janúar 2021 Utanríkisráðuneytið

Samstarf Grænlands og Íslands á nýjum Norðurslóðum

Samstarf Grænlands og Íslands á nýjum Norðurslóðum - myndBjörgvin Hilmarsson

Grænlandsnefnd utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra hefur skilað skýrslu með tillögum um aukið samstarf Grænlands og Íslands. Í skýrslu nefndarinnar, sem ber titilinn Samstarf Grænlands og Íslands á nýjum Norðurslóðum, er ítarleg greining á núverandi stöðu tvíhliða samskipta landanna og kynntar 99 tillögur um aukna samvinnu á fjölmörgum sviðum. Þá er fjallað um land og samfélag, stjórnskipulag og stjórnmál á Grænlandi frá ýmsum hliðum. Össur Skarphéðinsson leiddi starf nefndarinnar sem að auki var skipuð Unni Brá Konráðsdóttur og Óttari Guðlaugssyni.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum