Hoppa yfir valmynd
26. janúar 2021 Félagsmálaráðuneytið

Félags- og barnamálaráðherra skipar Nichole Leigh Mosty í embætti forstöðumanns Fjölmenningarseturs

Nichole Leigh Mosty og Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra - mynd

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur skipað Nichole Leigh Mosty í embætti forstöðumanns Fjölmenningarseturs. Nichole er skipuð til fimm ára og tekur til starfa 1. mars næstkomandi.

Nichole er með B.ed. gráðu í leikskólakennarafræðum frá Kennaraháskóla Íslands og M.Ed. í Náms og Kennslufræði frá Háskóla Íslands. Nichole var leiðbeinandi við Leikskólann Heiðarborg frá 2000-2003 en tók svo við starfi verkefnastjóra á leikskólanum Múlaborg árið 2004 þar sem hún vann með fjölbreyttum barna- og samstarfshóp með áherslu á samstarf og teymisvinnu í skólastarfi. Árið 2008 tók hún við starfi verkefnastjóra með umsjón yfir fjölmenningarstefnu leikskólans.

Nichole varð aðstoðarleikskólastjóri á Leikskólanum Ösp árið 2009 þar sem hún kom mikið að rekstri og stjórnun skólans en varð svo skólastjóri skólans árið 2011 og sinnti því starfi allt til ársins 2016. Í starfi sínu sem leikskólastjóri hefur Nichole komið að ýmsum verkefnum sem tengjast fjölmenningu og má þar nefna samstarfsverkefni um menningu, mál og læsi í Fellahverfi og íslenskunámskeið fyrir foreldra af erlendum uppruna í leikskólanum Ösp en það verkefni hefur fengið tilnefningu til viðurkenningar frá Samfok.

Nichole var alþingismaður á árunum 2016-2017 en hefur verið verkefnastjóri hjá þjónustumiðstöð Breiðholts frá árinu 2018 til dagsins í dag. Að auki hefur Nichole verið formaður Hverfisráðs Breiðholts frá 2014-2018.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira