Hoppa yfir valmynd
28. janúar 2021 Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Mikilvægi vísindasamstarfs við Dani

Garður (Regensen) og Sívaliturn í Kaupmannahöfn. Jón Sigurðsson bjó á Garði meðan hann nam málfræði og sögu, handritasafn Árna Magnússonar var hýst á lofti Sívalaturns í ríflega 130 ár eftir dauða hans.  - myndMynd: JL/jonsigurdsson.is
Skipuð hefur verið verkefnisstjórn sem vinna á að því að efla vísindasamstarf Íslands og Danmerkur. Kveikja þess var tillaga forsætisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra um átak til að efla og heiðra danskt-íslenskt vísindasamstarf í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins.

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra:
„Nú er lag að heiðra margra alda farsæla samvinnu Dana og Íslendinga á sviði vísinda og fræða sem og efla jafnframt vísindasamstarf vinaþjóðanna tveggja til framtíðar.“

Vinna á að auknu samstarfi á sem flestum fræðasviðum en sérstök áhersla verður lögð á rannsóknir tengdar náttúru og menningu á norðurslóðum. Meðal samstarfsaðila sem koma að verkefninu eru aricatHáskóli Íslands, Þjóðminjasafn Íslands, Kaupmannahafnarháskóli og fleiri danskar rannsóknarstofnanir og sendiráð landanna.

Skipunartími verkefnisstjórnarinnar er til 31. desember 2025, í henni eru:
Auður Hauksdóttir formaður og prófessor emeritus í dönsku við Háskóla Íslands,
Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður, 
Rúnar Leifsson sérfræðingur í mennta- og menningarmálaráðuneyti.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira