Hoppa yfir valmynd
9. febrúar 2021 Heilbrigðisráðuneytið

Ráðherra úthlutar 85 milljónum króna í styrki úr Lýðheilsusjóði

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra - myndHeilbrigðisráðuneytið

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur úthlutað 85 milljónum króna í styrki úr Lýðheilsusjóði til 174 verkefna og rannsókna sem m.a. hafa að markmiði að efla geðheilsu barna og fullorðinna. Einnig voru veittir styrkir til verkefna tengdum áfengis- vímu- og tóbaksvörnum, næringu, hreyfingu og kynheilbrigði. Hæstu styrkirnir, 2,5 milljónir króna renna til þriggja verkefna. Háskóli Íslands fær 2,5 milljónir króna vegna þátttöku í alþjóðlegum rannsóknum á heilsu og líðan ungmenna, SÁÁ fær sömu styrkfjárhæð vegna sálfræðiþjónustu fyrir börn alkóhólista og Rannsóknir og greining vegna rannsóknar á högum og líðan ungmenna á tímum COVID-19.

Ráðherra úthlutaði styrkjunum að fengnum tillögum stjórnar Lýðheilsusjóðs sem mat umsóknir út frá því hvernig þær falla að hlutverki sjóðsins. Áður höfðu fagráð embættis landlæknis metið allar umsóknir sem bárust. Áhersla var lögð á að styrkja aðgerðir sem miða m.a. að því að efla geðheilsu barna og fullorðinna og efla félagsfærni ásamt því að draga úr einmanaleika. Einnig var áhersla á áfengis-, vímu- og tóbaksvarnir, næringu, hreyfingu og kynheilbrigði. Við mat á umsóknum fyrir árið 2021 var einnig horft sérstaklega til verkefna sem styðja við minnihlutahópa, stuðla að jöfnuði til heilsu og tengjast nýsköpun á sviði forvarna og heilsueflingar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira