Hoppa yfir valmynd
10. febrúar 2021 Mennta- og menningarmálaráðuneytið

36 milljónir kr. til uppbyggingar á sviði menningarmála

Upptakturinn eru tónsköpunarverðlaun ungmenna þar sem þau senda inn hugmyndir að tónverkum og geta síðan fengið að full vinna verk  með aðstoð tónskálda. Mynd / UngRÚV - mynd
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur úthlutað árlegum styrkjum af safnliðum mennta- og menningarmálaráðuneytis til verkefna er stuðla að faglegri uppbyggingu á sviði menningarmála. Úthlutað var annars vegar styrkjum til verkefna á sviði lista og menningararfs og vegna mannvirkja á sviði íþrótta- og æskulýðsmála hinsvegar.

Á sviði lista og menningararfs eru veittir rekstrar- og verkefnastyrkir til félaga, samtaka og einstaklinga sem starfa á sviði lista og að verndun menningarminja og hafa ekki aðgang að uppbyggingarsjóðum landshluta eða öðrum sjóðum lista og menningararfs.

Til íþrótta- og æskulýðsmála eru veittir stofnstyrkir til að styðja við uppbyggingu, endurnýjun og viðhald íþróttamannvirkja og mannvirkja fyrir æskulýðsstarfsemi í samstarfi við sveitarfélög og fleiri aðila. Eftirfarandi umsækjendur og verkefni hlutu styrki fyrir árið 2021:

Styrkir til lista og menningararfs
Alls bárust 73 umsóknir en veittir eru 16 styrkir að þessu sinni, samtals að fjárhæð 26,85 milljónir kr.

Rekstrarstyrkir til þriggja ára

Félag íslenskra safna og safnmanna, 1,5 milljónir kr.
Reykjavík Dance Festival, 3,5 milljónir kr.
Rithöfundasamband Íslands, 5 milljónir kr.
Rekstrarstyrkir til eins árs
Alþjóðleg bókmenntahátíð í Reykjavík, 3 milljónir kr.
Hraun í Öxnadal – Jónasarsetur, 600 þúsund kr.
IBBY á Íslandi, 1 milljón kr.
Kling & Bang ehf., 2,1 milljón kr.

Verkefnastyrkir
Hagþenkir, félag höfunda fræðirita, 3 milljónir kr.
Íslandsnefnd UNESCO vegna málefna jarðvanga, 100 þúsund kr.
Upptakturinn, tónsköpunarhátíð barna, 800 þúsund kr.
Reykjavík Carnival, 500 þúsund kr.
Leikritið Djúpið sýnt í leikhúsum Parísar, 500 þúsund kr.
RVK Akademían vegna málþings um samfélagslistir, 200 þúsund kr.
Rithöfundasambandið / Skáld í skólum, 2 milljónir kr.
Vitafélagið vegna málþings vegna tilnefningar súðbyrðings, 2,05 milljónir kr.
Yggdrasil / Hátíðin Midgard Reykjavík, 1 milljón kr.


Styrkir til mannvirkja á sviði íþrótta- og æskulýðsmála
Alls bárust 39 umsóknir en veittir eru 15 styrkir að þessu sinni, samtals að fjárhæð 10 milljónir kr.

Hjóladeild Völsungs vegna framkvæmda við fjallahjólabraut í Reykjaheiði, 800 þúsund kr. Íþróttafélagið Ösp vegna kaupa á búnaði, 600 þúsund kr.
Kaldársel sumarbúðir KFUM og KFUM vegna endurbóta í Kaldárseli, 500 þúsund kr.
KFUM&K á Akureyri vegna kaup á búnaði, 1 milljón kr.
Nökkvi félag siglingamanna vegna framkvæmda við aðstöðuhús, 1,2 milljónir kr.
Skátafélag Akraness vegna uppbyggingar og viðhalds á skála í Skorradal, 500 þúsund kr.
Skátafélagið Garðbúar til að bæta aðstöðu í skátaheimili, 300 þúsund kr.
Skátafélagið Kópur vegna framkvæmda við skála, 300 þúsund kr.
Skátafélagið Mosverjar vegna klæðningar á skála, 300 þúsund kr.
Skátafélagið Vogabúar vegna uppbyggingar skálans Dalakots, 300 þúsund kr.
Skíðagöngufélagið Ullur vegna byggingu skála fyrir skíðagöngufólk í Bláfjöllum, 1,5 milljónir kr. Skotgrund, Skotfélag Snæfellsness vegna uppbyggingar skothúss, 700 þúsund kr.
Ungmennafélagið Austri vegna frisbígolfvallar á Raufarhöfn, 500 þúsund kr.
Ölver sumarbúðir vegna viðgerðar á þaki, 500 þúsund kr.
Frisbígolffélag Reykjavíkur vegna frisbígolfvallar í Grafarholti, 1 milljón kr.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira