Hoppa yfir valmynd
10. febrúar 2021 Dómsmálaráðuneytið

Dómsmálaráðherra undirritar samning við Landsbjörgu

Dómsmálaráðherra undirritaði í morgun samning milli dómsmálaráðuneytisins og Slysavarnafélagsins Landsbjargar um rekstur björgunarskipa og skipulagningu, samhæfingu og þjálfun á sviði björgunar, leitar og gæslu sem fram fer undir yfirstjórn stjórnvalda.

Miðað við forsendur fjárlagaársins 2021 greiðir ráðuneytið tæpar 162 milljónir króna og sömu fjárhæð fyrir árið 2022 með verðbreytingum.

Gegn þessum framlögum mun Landsbjörg sinna ýmsum verkefnum sem lúta að slysavarnarmálum og björgunaraðgerðum, auk þjálfunar og rannsókna.

Björgunarsveitirnar gegna mikilvægu hlutverki í öryggiskerfi landsins og eiga í miklu samstarfi við Landhelgisgæslu Íslands, ekki síst þegar vá ber að dyrum.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum