Hoppa yfir valmynd
16. febrúar 2021 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Björn Helgi Barkarson skipaður skrifstofustjóri á skrifstofu landgæða

Björn Helgi Barkarson - mynd

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur tekið ákvörðun um að skipa Björn Helga Barkarson í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu landsgæða til næstu fimm ára.

Björn Helgi hefur starfað sem sérfræðingur á skrifstofu landgæða í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu frá árinu 2013 og verið staðgengill skrifstofustjóra frá árinu 2014.  Björn Helgi starfaði  frá 2007 - 2013 sem sérfræðingur og verkefnisstjóri á umhverfis- og skipulagssviði hjá VSÓ Ráðgjöf.  Áður  gegndi hann m.a. stöðu sviðsstjóra landverndarsviðs hjá Landgræðslu ríkisins.

Í störfum sínum fyrir ráðuneytið hefur Björn Helgi m.a. stjórnað og haft umsjón með verkefnum á sviði  landnotkunar, endurheimtar vistkerfa og kolefnisbindingar, auk þess að taka þátt í þróun og innleiðingu verkefna á sviði landnotkunar, loftslagsmála og landbúnaðar. Þá hefur hann verið fulltrúi ráðuneytisins í fjölda nefnda og starfshópa.

Björn Helgi er með B.Sc. próf frá Bændaskólanum á Hvanneyri, M.Sc. í umhverfisfræði frá Háskóla Íslands og diplóma í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands. 

Björn Helgi er giftur Ólöfu Ásdísi Ólafsdóttur, hjúkrunarfræðingi og saman eiga þau þrjú börn.

Alls bárust 26 umsóknir um embættið sem auglýst var laust til umsóknar 21. nóvember sl. Hæfnisnefnd sem skipuð var af umhverfis- og auðlindaráðherra til að meta hæfni og hæfi umsækjenda skilaði greinargerð sinni til ráðherra í samræmi við reglur nr. 393/2012.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum