Hoppa yfir valmynd
19. febrúar 2021 Heilbrigðisráðuneytið

Til umsagnar: Tillaga til þingsályktunar um lýðheilsustefnu

Birt hafa verið til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda drög að tillögu heilbrigðisráðherra til þingsályktunar um lýðheilsustefnu til ársins 2030. Í stefnudrögunum er skilgreind framtíðarsýn fyrir lýðheilsu á Íslandi og fjallað um hvernig styrkja megi stoðir lýðheilsustarfs hér á landi til framtíðar. Tillagan er sett fram með hliðsjón af heilbrigðisstefnu til ársins 2030 og byggir á sömu meginviðfangsefnum.

Lagt er til grundvallar að lýðheilsustarf skuli einkennast af þverfaglegu samstarfi þar sem heilsugæsla og sveitarfélög gegna stóru hlutverki, með áherslu á heilsueflingu og forvarnir. Áhersla er lögð á að lýðheilsustarf verði metið reglubundið og á markvissan hátt, meðal annars með því að mæla gæði, öryggi, árangur, aðgengi, kostnað og hagkvæmni.

Frestur til að skila umsögnum er til 2. mars næstkomandi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira