Hoppa yfir valmynd
23. febrúar 2021 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Tilslakanir fyrir íþrótta- og menningarstarf: Aukið svigrúm

Áhorfendur verða leyfðir á íþróttaviðburðum frá og með 24. febrúar og svigrúm verður aukið fyrir sviðslistastarf samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra um takmarkanir á samkomum vegna farsóttar sem gildir til og með 17. mars 2021.

„Þetta er ákaflega jákvætt. Íþrótta- og menningarstarf hefur sætt miklum takmörkunum frá því faraldurinn hófst og því er mikilvægt að hleypa því af stað á ný – eins aðstæður leyfa hverju sinni. Áfram skipta einstaklingsbundnar sóttvarnir lykilmáli og allir þurfa að vanda sig til að viðhalda þessum góða árangri, en við gleðjumst yfir hverju skrefi í rétta átt,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

Helstu breytingar á sóttvarnareglum:

Sviðslistir, kórastarf, bíósýningar og aðrir menningarviðburðir

  • Æfingar og sýningar með snertingu verði leyfðar fyrir allt að 50 starfsmenn á sviði. Grímur verði notaðar þegar því verður við komið nema þegar listflutningur fer fram. Leitast verði við að viðhafa eins metra nándarreglu.
  • Heimilt verði að taka á móti allt að 200 sitjandi gestum í hverju hólfi, að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:
    - Að gestir séu sitjandi og ekki andspænis hver öðrum.
    - Allir gestir séu skráðir.
    - Allir gestir noti andlitsgrímu.
    - Tryggt sé að fjarlægð sé a.m.k. 1 metri milli ótengdra gesta.

    - Áfengisveitingar óheimilar.

    Komið verði í veg fyrir, eins og kostur er, frekari hópamyndun fyrir viðburð, í hléi og eftir viðburð. 
    Börn fædd árið 2005 og síðar teljast þó ekki með í heildarfjölda gesta.

Íþróttastarf

  • Íþróttaæfingar barna og fullorðinna með eða án snertingar í íþróttum innan sem utan ÍSÍ verði áfram heimilar.
  • Hámarksfjöldi fullorðinna í hverju hólfi verði 50 manns. Hámarksfjöldi barna fæddum 2005 og síðar er 150 í hverju hólfi.
  • Á skíðasvæðum verði leyfilegt að taka á móti 75% af hámarksfjölda svæðanna. Í gildi verði tveggja metra nándarreglan og þar sem henni verður ekki við komið verði grímuskylda.
  • Íþróttakeppni barna og fullorðinna verði heimilar með áhorfendum að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:
    - Að gestir séu sitjandi og ekki andspænis hver öðrum.
    - Allir gestir séu skráðir
    - Allir gestir noti andlitsgrímu
    - Tryggt sé að fjarlægð sé a.m.k. 1 metri milli ótengdra gesta.
    - Áfengisveitingar óheimilar.
    - Komið verði í veg fyrir, eins og kostur er, frekari hópamyndun fyrir viðburð, í hléi og eftir viðburð.

Sjá nánar í reglugerð heilbrigðisráðherra:

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum