Hoppa yfir valmynd
25. febrúar 2021 Matvælaráðuneytið

Skýrslu um tilraunaverkefni við slátrun sauðfjár skilað

Hólmfríður Sveinsdóttir, doktor í lífvísindum og næringarfræðingur, hefur skilað sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skýrslu um niðurstöðu tilraunaverkefnis um aukna verðmætasköpun við slátrun sauðfjár á Íslandi. Alls tóku 25 býli þátt í verkefninu. Ávinningur tilraunaverkefnisins var þríþættur. Í fyrsta lagi að kanna áhuga á meðal bænda á að taka þátt í tilraunaverkefninu og þeim lausnum sem þar á að prófa. Í öðru lagi að kanna umfang opinbers eftirlits og tímalengd skoðunar og í þriðja lagi að kanna möguleika á framkvæmd rafrænnar skoðunnar. Skýrsluna má nálgast hér.

 

Átak til að ýta undir möguleika bænda til heimaframleiðslu beint frá býli

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnti fyrr í mánuðinum tímasetta aðgerðaáætlun í 12 liðum til eflingar íslensks landbúnaðar. Meðal aðgerða var að í mars verður kynnt átak til að ýta undir möguleika bænda til að framleiða og selja afurðir beint frá býli til að styrkja verðmætasköpun og afkomu þeirra fyrir næstu sláturtíð. Með þessu verður stuðlað að frekari fullvinnslu, vöruþróun, varðveislu verkþekkingar og menningararfs við vinnslu matvæla. Tilgangurinn er að auðvelda landbúnaðinum að nýta betur tækifærin sem í því geta falist. Fjármagn til að hrinda átakinu í framkvæmd er tryggt.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum