Hoppa yfir valmynd
25. febrúar 2021 Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Stuðlað að auknu öryggi barna og ungmenna: Endurnýjun sakavottorða

Mennta- og menningarmálaráðuneyti hyggst lögfesta heimild til að endurnýja vottorð, t.d. starfsmanna menntastofnana, og eru drög að frumvarpi þess efnis nú kynnt í Samráðsgátt.

Í dag er eingöngu heimild til að afla upplýsinga úr sakaskrá við ráðningu starfsmanns. Með lagabreytingunni er stuðlað að auknu öryggi barna og ungmenna með því að veita vinnuveitendum heimild til að kalla eftir upplýsingum úr sakaskrám eftir að ráðningarsamband hefst. Með því er komið í veg fyrir að það fari fram hjá vinnuveitanda ef starfsmaður brýtur af sér eftir að hann hefur störf. Þá er stefnt að því markmiði að ákvæðin verði til samræmis við önnur ákvæði laga um þá sem starfa með börnum, ungmennum eða fólki í viðkvæmri stöðu.

Um er að ræða tillögu sem barst frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga en fyrirhuguð lagabreyting mun snerta lög um leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla, íþróttalög, æskulýðslög, lög um lýðskóla, lög um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda, lög um um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla, lög um náms- og starfsráðgjafa og lög um framhaldsfræðslu.

Áhugasamir eru hvattir til þess að kynna sér málið og skila inn umsögnum við frumvarpsdrögin fyrir 9. mars nk.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira